Súrdeigsbrauð – Einfalt

Skothelt og einfalt súrdeigsbrauð sem tekur ekki of langan tíma að undirbúa. Allt í allt eru þetta um 4 – 5 klst frá upphafi þar til brauðið er tekið út úr ofninum.

Hráefni

370gr hvítt hveiti (helst 00 hveiti)
130gr heilhveiti
290gr volgt vatn (Ég nota 50° heitt)
7gr salt
200gr starter

Aðferð

  1. Blanda saman vatni og starter
  2. Blanda útí hvítu hveiti, heilhveiti
  3. Hnoða öllu saman í ca 8-15 mínútur eða þar til deigið er mjög mjúkt
  4. Optional bið í 10-20 mínútur, með viskustykki yfir deiginu svo deigið þorni ekki (t.d. hægt að gefa súrmömmunni að borða á meðan, ganga frá áhöldum o.s.fr.)
  5. Bæta við saltinu og hnoða því vel saman við deigið
  6. Leyfa deiginu að hefast í 3 klst
  7. Folda deigið (sjá myndband neðst) og bíða svo í hálftíma á meðan ofninn er forhitaður í 240°C með formið inni
  8. Strekkja deigið (Fyrra myndbandið, 10:50) og setja í formið og inní ofn í 30 mínútur með lokið á
  9. Eftir 30 mínútur: Taka lokið af og bíða þar til brauðið er orðið í þeim lit sem þú vilt hafa brauðið
  10. Setja á grind og leyfa brauðinu að jafna sig í ca 20 mínútur ef þú hefur styrkleika til að bíða 🙂