Brauð

Þetta er uppskrift að nánast öllu brauði sem ég hendi í. Hvort sem það eru rúnstykki, Subway© bátur, pizza. Eina sem þarf að breyta er magnið, kornin og fræin.

Hráefni

  • 500 gr hveiti
  • 1 tsp salt
  • 7 gr þurrger
  • dass ólívuolía
  • 3 dl volgt vatn
  • Kúmen fræ*
  • Egg*
  • Sesamfræ*
  • Hörfræ*
  • Hunang*

Aðferð

Blanda öllu vel saman og leyfa að hýfa sig í amk 30 mín. Þarf að vera í ofni við 200° C í amk 25 mín.

Kúmen fræ: Mér finnst allt betra með kúmen fræum en stundum passar það ekki. T.d. í rúnstykki þá finnst mér gott að vera bara með hreint brauð.

Egg: Eggið nota ég til að pensla brauðið og festa kornin ofan á það. Þá er eitt eða tvö egg hrærð saman og svo penslað.

Sesamfræ + Hörfræ: Geggjað sniðugt til að skreyta brauðið.

Hunang: Ef brauðið má vera í óhollari kantinum þá set ég 1 tsbp af hunangi því mér finnst það gera gott, enn betra.