Hrökkbrauð

Þetta er lokaútgáfa af uppskrift af hrökkbrauð. Tilrauninina mína má finna með því að smella hér.

Hráefni

 • 100 gr rúgmjöl
 • 100 gr hveiti
 • 1,25 tsp salt
 • 2 tsp sykur
 • 2 tsp kúminfræ*
 • 100 gr malt
 • 4 tbsp jurtaolía
 • Sesamfræ*

*ekki nauðsynlegt

Aðferð

 1. Forhita ofn í 200°C með plötuna inni í ofni.
 2. Blanda saman rúgmjöli, hveiti, salti, sykri og kúminfræum saman í skál og hræra saman.
 3. Bæta við jurtaolíu og malti.
 4. Hræra saman í deig.
 5. Fletja út með bökunarpappír undir og ofaná deiginu.
 6. Dreifa sesamfræum yfir flatt deigið og rúlla yfir það aftur.
 7. Nota pizzaskera til að skera deigið í fullkomna stærð af hrökkbrauði.
 8. Setja á heita plötuna og í ofnin í 15 mínútur.
 9. Taka út og snúa við hrökkbrauðinu.
 10. Setja aftur í ofn í ca 15 – 20 mínútur.

Lokapunktar

 • Hrökkbrauðið á að vera í ofninum í ca 25-35 mínútur.
 • Ég þurfti að snúa við hrökkbrauðinu eins og segir í 9. punktinum af því að annars verður hrökkbrauðið bogið hjá mér. Ég var líka að lenda í því að hrökkbrauðið í köntunum var að brenna. Það gæti verið ofninum mínum að kenna sem er mögulega ekki uppá marga fiska eða kannski á ég að vera að nota grind í staðinn fyrir plötu.
 • Ég sker hrökkbrauðið í jafnstóra bita og ein ostasneið af því það er praktískt! 🙂
 • Það má setja 1,5 tsp af salti ef einhverjum finnst vanta meira bragð. Að mínu mati er 1,25 tsp fullkomið magn.
 • 1,25 tsp af salti eru tæp 10gr.