Hrökkbrauð – Tilraun

Nýjasta áhugamálið mitt er að búa til besta hrökkbrauðið. Fyrsta tilraunin mín tókst alls ekki vel miðað við stelpuna mína sem fæst ekki til að borða heilt hrökkbrauð af fyrstu tilrauninni.

Deigið þarf að vera í 30-35 mínútur í 200° forhituðum ofni. Ég hita plötuna líka í a.m.k. 15 mínútur í ofninum áður en ég dreg deigið á smjörpappírnum yfir á plötuna.

Tilraun 1 – 22. janúar 2019
100 g rúgmjöl
100 g hveiti
100 g vatn
4 tbsp olive oil
2 tsp sugar
2 tsp kúminfræ
1 tsp salt
1 tsp garlic powder

Ég ákvað strax að halda í kúminfræin sem gefur sterkt bragð og sleppa hvítlauksduftinu sem ég var ekki alveg að fíla.

Tilraun 2 – 28. janúar 2019
100 g rúgmjöl
100 g hveiti
100 g malt
4 tbsp olive oil
2 tsp salt
2 tsp sugar
2 tsp kúminfræ

Að nota Malt í stað vatns kom mjög vel út. Næst ætla ég að nota jurtaolíu í staðinn fyrir ólivíuolíu.

Ég átti ekki til hveiti svo núna prófaði ég að nota heilhveiti í staðinn. Það gerir hrökkbrauðið hollara en það getur munað 100 kcal á hverjum 100 gr. Svo er líka spurning um að prófa að minnka eða jafnvel sleppa sykrinum næst. Það var líka auðveldara að rúlla deigið mjög þunnt. Mögulega af því ég missti kannski of mikla olíu í skálina.

Tilraun 3 – 10. febrúar 2019
100 g rúgmjöl
100 g heilhveiti
100 g malt
4 tbsp jurtaolía
1,5 tsp salt
2 tsp sugar
2 tsp kúminfræ

Kom vel út. Má samt alls ekki setja meira salt, helst aðeins minna. Prófa 1,25 tsp næst.

Tilraun 4 – 16. febrúar 2019
Núna ætla ég að búa til lokaútgáfu af góðu hrökkbrauði. Ég gerði uppskriftina tvisvar. Einu sinni með aðeins 1 tsp af salti og eina með 1,25 tsp. Að sjálfsögðu klúðraðist aðeins fyrsta deigið en ég hef greinilega ekki rúllað það nógu þunnt og gleymdi að setja sesamfræin á bakhliðina. En ég ætti að finna það strax á bragðinu hvort saltið er að hafa svona mikil áhrif á bragðið.

Fyrsta deigið með 1 tsp af salti er með mjög daufu og boring bragði. Þegar ég klúðra þessum hrökkbrauðstilraunum eru hrökkbrauðin að enda í ruslinu því mér finnst ekki þess virði að borða vont hrökkbrauð. Þess vegna fær fyrsta platan af hrökkbrauði ekki að njóta þess heiðurs að fara ofaní skúffu hjá mér.

Seinni tilraunin er nærri lagi. Það virðist vera mjög mikilvægt að hitta á rétt magn af salti. 1,25 tsp er töframagnið en er ekkert hræðilegt þó það fari í 1,5 tsp en má alls ekki fara yfir það.

Nú er bara að skrifa uppskriftafærslu en hana má finna hér.