Einfaldur pizzabotn

Þetta er einfaldasta og fljótlegasta útgáfa af pizzu sem ég hef gert. Hendi oft í þessa ef ég hef ekki langan tíma til undirbúnings. Pizzan getur verið komin í ofninn ca klst frá því að byrjað er á henni. Sem þýðir að þetta er fljótlegra en að panta eina heimsenda, af minni upplifun að dæma. Það er líka auðvelt að margfalda þessa uppskrift en ein uppskrift á að vera einn botn.

  • 250 gr hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 3-5 gr þurrger
  • dass ólívuolía
  • 1.5 dl volgt vatn

Blanda fyrst saman hveiti, salti og þurrgeri og hræra smá, bæta svo við vatni og ólívuolíu. Hnoða vel saman, bæta við hveiti ef vantar. Setja í hýfingu í a.m.k. 30 mín.